5 vikna námskeið í frásagnarlist
með Steinari Júlíussyni
og Unni Elísabetu

Hefst í janúar - þriðjudögum kl. 18:00-21:00 í Tjarnarbíói.

Skráning er hafin.

Um námskeiðið

Námskeið í frásagnarlist þar sem þú lærir að segja sögur úr eigin lífi á áhrifaríkan hátt. 

 – þín saga, þín upplifun, þitt sjónarhorn.

Þú kynnist sjö meginreglum frásagnarlistar, færð verkfæri til að grípa áheyrendur frá fyrstu sekúndu og lærir að móta sögu sem hefur djúp áhrif. Þú munt fara heim með eina fullmótaða sögu tilbúna fyrir svið, fleiri hugmyndir til framtíðar og aukið sjálfstraust og hugrekki til að koma fram.

Hvernig fer þetta fram?

Í fyrri hluta námskeiðsins leggjum við áherslu á sögustundir þar sem hver og einn fær að deila sögum úr eigin lífi. Við tökum þátt í alls konar skapandi og skemmtilegum æfingum sem hrista hópinn saman, efla sjálfstraust og hjálpa til við að losa um sviðsskrekkinn.

Í seinni hlutanum veljum við eina sögu, mótum hana og prófum ólíkar leiðir til að styrkja frásögnina.

Að loknu námskeiðinu flytur þú þína persónulegu sögu á hlýlegum opnum viðburði í forsal Tjarnarbíós, þar sem áhorfendur fá að hrífast með og upplifa töfra frásagnarlistarinnar.

Fyrir hvern?

Fyrir þig sem þráir að verða betri í að koma fram, hrista af þér feimnina og stíga inn í sviðsljósið. Fyrir alla sem vilja ögra sér, láta röddina heyrast og koma fram af meira sjálfstrausti – og hafa gaman af því.

Leiðbeinendur

  • Steinar Júlíusson

    Steinar hefur komið víða við í sinni sköpun. Hann er með bakgrunn sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands en sérhæfði sig síðar sem hreyfihönnuður og leikstjóri. Sem slíkur hefur hann unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins þegar kemur að framleiðslu á kynningarefni. Steinar hefur lengi vel haft annan fótinn í leikhúsinu og unnið sem myndbandahönnuður í sýningum eins og Ásta (Þjóðleikhúsið 2021), Karíus og Baktus (Hörpu 2020) Ég Dey (Borgarleikhúsið 2020). Að auki hefur hann verið virkur í spunasenunni undanfarin ár og stigið á stokk með Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum.

  • Unnur Elísabet

    Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er margverðlaunuð sviðslistakona, leikstjóri og handritshöfundur með yfirgripsmikla reynslu af skapandi skrifum, leikstjórn og frásögn í ólíkum listformum. Hún hefur skrifað og sett á svið fjölda frumlegra verka á borð við Skíthrædd (Þjóðleikhúskjallarinn 2025), Release (Reykjavík, London og Edinborg 2024), Nýr heimur (Tjarnarbíó 2022), Them (Tjarnarbíó 2021) og Á milli stunda (2020). Verk hennar einkennast af einlægni, húmor, og dýpt þar sem persónulegar sögur eru nýttar til að snerta og tengjast við áhorfendur.

    Unnur lauk meistaragráðu í leiklist frá Institute of Arts Barcelona árið 2020 með áherslu á leikstjórn og skapandi skrif. Hún hefur leikstýrt fjölbreyttum verkefnum, verið listrænn stjórnandi listahátíðar og starfað í öllum leikhúsum landsins. Hún hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, þar á meðal Grímuverðlaunin og aðalverðlaun Reykjavik Fringe.

  • Sem leiðbeinendur leggja Unnur og Steinar áherslu á að hjálpa þátttakendum að finna sína einstöku rödd og tjá hana á heiðarlegan, skapandi og áhrifaríkan hátt. Þau nýta bæði tæki frásagnarlistar og eigin reynslu af sviði og skriftum til að styðja þátttakendur í að segja sögur sem vekja, hreyfa og tengja.