Námskeiðið

5 vikna frásagnarnámskeið með Steinari Júlíussyni og Unni Elísabetu.

Lífið þitt er saga – og þú ert í aðalhlutverki!

Við segjum sögur á hverjum degi – þegar við rifjum upp atvik, útskýrum eitthvað fyrir vini eða deilum færslu á netinu. Á þessu námskeiði lærir þú að taka raunverulega reynslu úr eigin lífi og umbreyta henni í áhrifaríka og einlæga frásögn. 

Þetta eru sannar sögur sagðar í fyrstu persónu. Þín upplifun, þín rödd og þitt sjónarhorn.

Eftir námskeiðið munt þú fara heim með:

  • skilning á því hvernig á að byggja upp grípandi frásögn.

  • nýjar hugmyndir að sögum úr eigin lífi.

  • eina fullmótaða sögu sem er tilbúin fyrir svið.

  • verkfæri til að skapa áhrifaríka og eftirminnilega frásögn.

  • sjálfstraust og hugrekki.

  • Ný tengsl við fólk sem elskar að segja (og hlusta á) sögur.


Við skoðum sjö meginreglur frásagnarlistarinnar, æfum tjáningu og sviðsframkomu, og hjálpum þér að fjarlægja það sem stendur í vegi fyrir því að sagan þín nái í gegn.

Hvernig fer þetta fram?

Fyrri hlutinn er tileinkaður hópefli, frásögnum, skrifum og æfingum sem hjálpa þér að tengjast þinni lífsreynslu og finna þær sögur sem skipta máli.

Seinni hlutinn fer í að velja söguna sem þú vilt flytja, móta hana og prófa mismunandi aðferðir með persónulegri leiðsögn og tíma með leikstjóra. Við hjálpum þér að finna taktinn, kjarnann og flæðið í sögunni þinni. 

Að námskeiðinu loknu flytur þú þína persónulegu sögu á sviði – í hlýlegu og styðjandi andrúmslofti, þar sem áhorfendur fá tækifæri á því að hrífast með, á opnum viðburði í forsal Tjarnarbíós, 

Fyrir hvern er þetta?

Fyrir þig sem vilt tjá þig af dýpt og með tengingu. Hvort sem þú ert frásagnarmeistari í mótun, rithöfundur, pólitíkus eða einfaldlega manneskja sem vill öðlast meira sjálfstraust og þor til að stíga fram.

Leiðbeinendur

Steinar Júlíusson og Unnur Elísabet munu leiða námskeiðið. Þau búa yfir víðtækri reynslu úr sviðslistum, skrifum og sagnalist. Þau eru bæði leikstjórar með ástríðu fyrir sögum. Þau munu  skapa öruggt rými þar sem saga hvers og eins fær að vaxa.